Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Ragnar hélt að við hefðum rústað Eurovision


Hélt að Ísland hefði sigrað í Eurovision Misskildi meðvirka umræðu


Ragnar Róbertsson varð fyrir því óláni í morgun að misskilja samfélagsumræðuna.

Eftir að hafa hellt upp á rótsterkt kaffi, kveikti Ragnar á Robotron A5105 tölvu sinni, sem er með áföstum skjá sem getur birt allt að 16 mismunandi liti samtímis.


Hann nýtti sér svo USR5695 innhringimódem sitt til að bregða sér á veraldarvefinn, þar sem hann las sér til gamans, en mikils ógagns, um frammistöðu Íslands í Eurovision. Ragnar segir að hann hafi ekki getað skilið umræðuna öðruvísi en svo að Ísland hafi unnið glæstan sigur í keppninni.

„Ég las að vísu líka að María hefði sungið af sér rassgatið, sem olli mér umtalsverðum áhyggjum“, útskýrir Ragnar.

„Þegar maður eldist þá uppgötvar maður nefnilega mikilvægi þess að hafa góðar hægðir. En þetta var þó ekki það versta. Ég lenti nefnilega í þindarlausu svima- og panikkasti yfir því hvar við ættum að halda keppnina!“

Ragnar róaðist þó fljótt þegar hann gerði sér grein fyrir því að Íslendingar hefðu alls ekki borið sigur úr býtum.

„Það var auðvitað mikill léttir. En það er samt gríðarlega óþægilegt að lenda stöðugt í svona rofi á raunveruleika og skynjun. En það er sennilega bara hluti af því að vera Íslendingur“, segir Ragnar að lokum, fjarrænn á svip, en ferskur í bragði, eins og Íslendinga er siður.


„Löggulíf“


Fara efst á síðu