Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Það er smá Þórólfur Gíslason í hverjum einasta Framsóknarmanni.


Fullt af peningum til Skagafjarðar En ekki hvað?


Eygló Harðardóttir, velferðarráðherra, hyggst veita Skagafirði 500 milljónir króna í atvinnuuppbyggingarstyrk.

Styrkurinn rennur óskiptur til meðferðarheimilisins að Háholti. Þar er enginn í meðferð, og þar mun enginn fara í neinskonar meðferð.


Styrkurinn er fyrst og fremst hugsaður til þess að greiða starfsfólki mannsæmandi laun, og er gert ráð fyrir að ráða megi 8,86 skagfirðinga í vinnu við heimilið.

Nokkrar nefndir voru settar í málið, og komust þær allar að þeirri niðurstöðu að engin þörf væri fyrir slíkt meðferðarheimili í Skagafirði, og að það yrði hvorki nýtt né notað á nokkurn hátt, nema mögulega sem félagsheimili fyrir starfsfólk.

Eygló kaus að túlka niðurstöðu nefndanna þannig að mikil þörf væri fyrir heimilið, og að það hlyti að kosta um 14 milljónir á mánuði að reka slíkt heimili, eða rétt tæpa hálfa milljón á dag.

Skagfirðingar eru að vonum ánægðir með þessa niðurstöðu ráðherrans, og ætlar Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri að halda partí í kvöld. Öllum skagfirðingum, sem og öðrum Framsóknarmönnum er að sjálfsögðu boðið.

True Story


Herrann í Hádegismóum...


Fara efst á síðu