Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Ragnar fékk engar afmæliskveðjur


Fékk engar afmæliskveðjur Kann ekkert á Facebook


Ragnar Róbertsson átti stórafmæli í gær og varð skyndilega sjötugur.

Ragnar hafði hlakkað lengi til afmælisins, vaknaði snemma og settist við símann.

Þar beið hann spenntur eftir því að móttaka kveðjur frá vinum og vandamönnum í tilefni dagsins.


En aldrei hringdi síminn.

Ragnar áttaði sig ekki á því að nú til dags er afmæliskveðjum eingöngu komið til skila á Facebook.

Ragnar, áttaðir þú þig ekki á því að nú til dags er afmæliskveðjum eingöngu komið til skila á Facebook?

„Nei, ég kann voðalega lítið á þetta Feisbúkk. Ég á samt 6 vini, en ég veit eiginlega ekkert hvaða fólk þetta er, og enginn af þeim óskaði mér til hamingju.

Ég er búinn að senda fyrirspurn til Ögmundar. Ég bað hann um að athuga hvort ekki væri hægt að setja afmælissíu á internetið, þannig að fólk verði að hringja meira.“

Jæja, Ragnar minn. Til hamingju með daginn í gær!

„Takk!“


Eldhúsdagsdansinn


Fara efst á síðu