Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Ragnar hafði hlakkað mjög til páskanna.


Fékk leiðinlegan málshátt. Páskarnir ónýtir.


Ragnar Róbertsson dró leiðinlegan og niðurdrepandi málshátt úr páskaeggi sínu.

En ekki nóg með það, heldur var málshátturinn einnig óvenju persónulegur.


Ragnar er að vonum miður sín.

„Það er eins og það sé alsherjar samsæri í gangi gegn mér!“, segir Ragnar.

„Síðastliðna mánuði hefur hvert stórslysið á fætur öðru eyðilagt líf mitt.“

Ragnar grunar vinnufélaga sína um græsku og telur líklegt að þeir hafi hreinlega skipt um málshátt í egginu.

En hvernig hljómaði þá þessi hræðilegi málsháttur sem náði að eyðileggja páskafrí Ragnars?

„Sjaldan fellur rauðkálið langt frá disknum“

Lesendur Gys.is skilja auðvitað mætavel af hverju þessi málsháttur fékk svona á Ragnar.

Þeir sem ekki muna eftir jólahörmungum hans geta kynnt sér málið betur.


Eldhúsdagsdansinn


Fara efst á síðu